Börn eða Bacon

BÖRN EÐA BACON ?Ljósmæður hafa í nær hundrað á barist fyrir betri og öruggari fæðingahjálp fyrir verðandi foreldra á Íslandi og sú vinna hefur skilað okkur bestu fæðingahjálp og lægsta burðarmálsdauða í heiminum.  þetta hafa þær gert með hag skjólstæðinga að leiðarljósi.  Nú þegar ljósmæður  óska eftir að fá eitthvað annað en brauðmola af borði ríkisstjórnar og krefjast að fá að sitja við sama borð og aðrar stéttir með MINNI menntun en ljósmæður þá á heldur betur að sýna festu í fjármálunum, neita þeim um leiðréttingu og viðhalda kynbundnum launamun með öllum tiltækum ráðum.Hvað hefði þessi ríkisstjórn gert ef ljósmæður hefðu farið fram á sömu laun og dýralæknar sem sinna lækningum og fæðingahjálp fyrir hesta og svín.  Nei ljósmæður kunna sig og færu nú ekki að gera ríkisstjórninni þá skömm til að krefjast sömu launa og dýralæknar, hugsið ykkur niðurlæginguna fyrir þessa ríkisstjórn ef hún hefði þurft að samþykkja þá óraunhæfu kröfu.Núna hefur ríkisstjórnin ákveðið að keyra þessar samningaviðræður í verkfall og verðandi foreldrar verða að sætta sig við það næsta besta og láta Geir og Gulla taka vel og eðlilega á móti.Meðal grunnlaun ljósmæðra á launaskrá hjá ríkinu er um 306.000 kr. (6.ára háskólanám)Meðal grunnlaun dýralækna á launaskrá hjá ríkinu er um 404.000 kr á mánuði. (eða um 32% hærri laun fyrir jafn langt nám)Orðið ljósmóðir var fyrir fáeinum misserum valið fegursta orð íslenskrar tungu, ég held samt að ríkisstjórnin hafi sett X við bacon.

 

 

 

 


mbl.is Eðlileg starfsemi á fæðingadeild Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Friðrik Matthíasson

Höfundur

Jón Friðrik Matthíasson
Jón Friðrik Matthíasson
...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband