Hver berst fyrir jafnrétti við samningaborðið?

Núna bera 2-3 milljónir á mánuði á milli,  ætlar ríkisstjórnin að standa á kröfu sinni um að viðhalda kynbundnum launamun á kostnað öryggis verðandi mæðra?Ég hélt að ríkisstjórnin væri þjóðkjörin til þess að standa vörð um jafnrétti ekki til að berja hana niður með ofurvaldi.  Það er fáránlegt að ljósmæður í svo til launalausri félagsvinnu fyrir ljósmæðrafélag Íslands skuli mæta hóp ofurlaunaðra stjórnmálamanna sem virðast hafa það markmið eitt að brjóta jafnréttislög, svívirða eigin stjórnarsáttmála og skrópa á alþingi til að skreppa á ráðherrabílnum í réttir og liggja í ölæði.Þetta er yfirgengisleg óvirðing við þjóðina og það er alveg á hreinu hver berst fyrir jafnrétti við þetta svokallaða samningaborð.

 

 

 


mbl.is Enn fundað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Jón Friðrik, ég held að fólk sé almennt að fá nóg af stjórnmálamönnum, þetta virðast vera uppi til hópa sjálfhverft, hrokafullt fólk sem sýnir almenningi ítrekað lítilsvirðingu.  Það er augljóst að hagsmunir almennings eru ekki hafðir að leiðarljósi í einu né neinu.  Eru stjórnvöld að bíða eftir að stórslys muni eiga sér stað og kenna síðan ljósmæðrum um!! 

Hér er um smáaura að ræða, þetta eru greinilega of mannleg málefni, stjórnvöld eru ekki með áhuga á hinu mannlega, það hefur komið bersýnilega í ljós á síðustu misserum.

Fyrir hvað stendur Samfylkingin!  Eru stólarnir virkilega svona mjúkir! 

Guðbjörn (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Friðrik Matthíasson

Höfundur

Jón Friðrik Matthíasson
Jón Friðrik Matthíasson
...
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband