Frábær forgangsröðun

Þrjár húsleitir hjá þeim sem settu ísland ehf í gjaldþrot.

Níu húsleitir hjá unglingum sem höluðu niður disney myndum og tónlist.

Þetta er forgangsröðun að mínu skapi.


mbl.is Níu húsleitir vegna ólöglegs niðurhals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ósammála ekki rétt forgnagsröðun! En auðvitað á fólk ekki að stela og lögreglan getur tæplega neitað að rannsaka glæpi þegar þeir eru kærðir. Við þurfum að kenna fólki að það er sami þjófnaður að stela úti í búð og á netinu.

Ullarinn (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 09:20

2 identicon

Hvernig færðu út að það sé það sama að niðurhala efni og stela útí búð?

Ef þú stelur útí búð þá er eintak farið sem búðin borgaði fyrir.

Ef þú niðurhalar ertu að afrita, það hverfur ekkert.

Löglegt eða ekki, það er a.m.k ekki samasem merki á milli niðurhals og þjófnaðar.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 09:40

3 identicon

Ég ætla ekki að réttlæta ólöglegri afritun og dreifingu á gögnum en ég tel þetta samt ólíkt þjófnaði á eiginlegum vörum úti í búð. Vörum þarf að skipta út fyrir nýjum, það er ekki málið í tengslum við stafræn gögn. Í búðum eru verðmiklar vörur teknar og þær sem þjófurinn vill fá til eigin nota. Á netinu er allt tekið þar sem allt er frítt. Þetta gerir það að verkum að ýmis stafræn gögn eins og t.d. Laddadiskurinn er niðurhalaður einfaldlega vegna þess að hann er frír, ekki vegna þess að hann ofarlega á óskarlistanum eða verðmikill (með fullri virðingu fyrir Ladda). Ég undirstrika það að ólöglegt niðurhal sé bannað og það af góðri ástöðu og telst réttilega þjófnaður að vissu leiti en mér finnst fáránlegt að setja samansem merki á milli fjölda niðurhala og tapaðrar sölu. Ég vona að sem flestir kaupi vörurnar sínar.

Ég ætla nú að koma með skemmtilega sögu þar sem ég keypti geisladisk í Skífunni. Þetta var diskur sem ég hafði heyrt oft hjá vini mínum og í útvarpinu en ákvað að kaupa hann loksins til þess að ''pay-a tribute'' til hljómsveitarinnar. Þar sem ég keypti hann nokkrum árum eftir útgáfu hafði plötudreifandinn (Sony BMG Music Entertainment) orðið snjall og breytt um gerð geisladiska sem leyfir sterkari afritunarvörn. Þetta gerði það að verkum að hann virkaði ekki lengur í neinum hljómflutningstækjum sem ég átti þar sem þau voru ekki af nýjustu gerð. Engin viðvörun var á pakkningum (né upplýsingar um gerð disks eða afritunarvörn) og var útlit þeirra algjörlega sambærilegt við þær sem höfðu verið utan um eldri diska. Þetta var ansi svekkjandi en þó var tilgangnum náð, þannig að ég ákvað bara að henda disknum upp í hillu.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 10:01

4 identicon

Burtséð frá siðferðilegum álitamálum ss hvað er þjófnaður og hvað ekki, þá er alltaf sama hugsanavillan í gangi hjá höfundarréttarhöfum. Þeir segja: Hvert niðurhal er sama sem glötuð sala. Síðan reikna þeir út "tap" sitt miðað við það!!!

Algert rugl! Flestöll niðurhöl eru bara til að fikta og skoða. Ef ekki væri kostur á niðurhalinu myndu aðeins örfáir kaupa vöruna úti í búð, enda er verðlagið - á hugbúnaði sérstaklega - þannig að við sem kaupum gerum það ekki hér á landi. Ég hef keypt allnokkur stýrikerfi og Office pakka á árinu. Allt frá útlöndum.

Pétur (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 10:50

5 identicon

ég vinn í búð, er með upptökur af um 50 manns að stela, aðeins 3 af þeim hafa verið kærðir, og lögreglan hefur ekki gert neitt í því. hún hefur ekki komið kærunum í mál, né höfum við séð fólkið þurft að borga krónu fyrir vöruna, við munum líklega aldrei sjá það. þetta er bara 2010. mjög margar búðir í Reykjavík þá er sami hluturinn að ske, margir eru hættir að kæra þjófnaði. því að lögreglan gerir ekki neitt í þeim. eða það að lögregla endursendir bara kæruna aftur til okkar og segir bara SORRY. en jæja lögreglan hefur tíma fyrir þetta svo virðist, einhverjir krakkar að downloada. ömurlegt hjá löggunni.

X (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 11:18

6 identicon

Global marketing a la TV.COM er það sem hér þyrfti að vera, þ.e.a.s. að aulýsingarnar eru að borga útsendingu/dreifingu efnis um allan heim strax.

Meðan að niðurhal er leyfileg neysluvara er varla bannað að hala niður?

Þess fyrir utan að efnið sem all flestir (ég líka) hala niður er efni sem ekki er hægt að komast yfir hér á landi. Aðeins allra stærstu myndirnar koma hér til sýninga og útgáfu en t.d. Indy (indipendent) myndir koma seint eða jafnvel aldrei.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 11:59

7 identicon

Ok, en nú er niðurhal ekki ólöglegt, en það er ólöglegt að deild.

 En ef ég næ í td. Ladda diskinn og brenni á geisladisk er það ólöglegt? Ég er búin að borga stefgjöld fyri geisladiskinn og einnig á ég kannski fullt af efni td. ljósmyndir og fl. sem ég brenni á geisladisk til að eiga afrit af, af hverju þarf ég að borga til STEFS gjöld af því sem ég á?

Bubbi Byggir (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 16:44

8 identicon

Þeir gleyma líka einnig að það er reyndar þokkalega mikil sala sem þeir hagnast af VEGNA þess að fólk er búið að downloada því og finnst það svo góð vara að það áhveður að kaupa það... en það fynnst þeim sjálfsagt...

Þeir ættu að hætta þessu endalausa væli, og einnig til þess að fá upplýsingarnar um þessa downloadara þá þurfa þeir sjálfir að brjóta lögin þannig að smáís er ekkert skárri.

Björn (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Friðrik Matthíasson

Höfundur

Jón Friðrik Matthíasson
Jón Friðrik Matthíasson
...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband