Færsluflokkur: Dægurmál
10.9.2008 | 18:01
Hvað hafa ljósmæður gert ykkur ?
Hversu flókið er þetta ? hverjum ógnar þetta ? Kæra ríkisstjórn er það virkilega skammarlegt að hætta að mismuna ljósmæðrum. Eru kröfurnar óskýrar?
Jöfn laun og aðrar sambærilegar stéttir í þjónustu ríkisins. hversvegna leggur ríkisstjórinin svona mikið á sig til að viðhalda gjörsamlega óeðlilegum launamun ljósmæðra við aðrar stéttir.
Hvað hafa ljósmæður gert ykkur?
Verkfall hefst á miðnætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2008 | 01:18
ÞETTA ER BARA SKÖMM
Er dýralæknirinn að gefa samninganefnd ríkisins umboð til að semja við ljósmæður?Er dýralæknirinn að standa við stjórnarsáttmálann? http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2643Er dýralæknirinn að virða lög um jafna stöðu kvenna og karla? Lög nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.Er dýralæknirinn að virða tilskipun EES Tilskipun um 75/117/EBE um samræmingu á lögum aðildarríkjanna er varða beitingu meginreglunnar um sömu laun karla og kvenna. þar sem meginreglan er jöfn laun karla og kvenna fyrir störf sem álitin eru jafnverðmæt?Fyrir þá sem hafa ekki fylgst með umræðunni þá telur dýralæknirinn að heilbrigðisþjónusta við verðandi bacon sé 32% meira virði en heilbrigðisþjónusta við verðandi mæður. Mín skoðun er að mæður og börn séu verðmætari.Er dýralæknirinn að leiðrétta laun kvenna í þjónustu ríkisins?Er dýralæknirinn að viðhalda óútskýrðum kynbundnum launamun? Eru það marktækar afsakanir í góðæri að það sé ekki hægt að koma fram við ljósmæður eins og aðrar stéttir vegna hættunnar á launskriði ?Eru það marktækar afsakanir í kreppu að það sé ekki svigrúm til að virða störf ljósmæðra og það verði að berjast með öllu afli ríkisstjórnar íslands gegn samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands. http://www.youtube.com/watch?v=ioYOwCYvzMQ
Eru það marktækar afsakanir að það sé ekki hægt að leiðrétta nær 100 ára misvirðu við ljósmæður þegar samningar eru til skamms tíma?
Er dýralæknirinn að meina það, þegar hann segist vona að samningar náist áður en til hörku kemur ?Hefur einhver trú á því að ríkisstjórn íslands ætli að standa við eitthvað af loforðum sínum um jafnrétti?
Hefur þessi ríkisstjorn þá bjargföstu skoðun að sumir séu jafnari en aðrir.
ÞETTA ER BARA EIN STÓR SKÖMM
Samningar tókust ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2008 | 09:06
Innbyggt áralangt óréttlæti ?
Hvað er eiginlega í gangi?
Er hún að segja að óréttlæti sem hefur staðið lengi megi ekki rétta nema með löngum aðlögunartíma. er hennar siðferðishugsun þannig að lengd óréttlætis réttlæti áframhaldandi óréttlæti. það væri gaman að fá heimspekilegt álit á svona kvennlegu samfylkingar siðferði.
Ef það kæmi í ljós að eiginmaður Steinunar Valdísar hefði lamið hana sundur og saman árum saman, ætti þá með opinberum hætti að leifa eiginmanni Steinunnar að banka áfram í hana á virkum dögum og gefa Steinuni frí um helgar.
Er nú ekki komið nóg af dónaskap frá þessari ríkisstjórn.
Árangurslaus sáttafundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2008 | 09:09
Hver er leiðtogi í þessu máli
það vantar ekki sjálfstæði og frumkvæði hjá ljósmæðrum, það mætti halda að þetta væru þjóðkjörnir leiðtogar sem brenna í skinnunu að gera vel við kjósendur, enn ekki illa launaðir ríkisstarfsmenn.
Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin telur að heilbrygðisþjónusta við dýr sé 32% meira virði en heilbrygðistþjónusta við verðandi mæður og fjölskyldur þeirra. það er gott að hafa ríkisstjórn sem veit hvernig á að forgangsraða.
Stuðningslína fyrir verðandi mæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 02:06
Hvað veit ráðherra ?
Hæstvirtur ráðherra vonar að deilan leysist áður en kemur til verkfalls, er þetta ekki sami ráðherra og skipulagði næsta samningafund eftir að verkfall væri skollið á ?
Hæstvirtur ráðherra hefur ekki uppfært neyðarlista eins og honum ber samkvæmt lögum, vissi hann ekki af þessum lögum ?
Hæstvirtur ráðherra er í ríkisstjórn sem hefur lofað launa jafnrétti í reynd veit ráðherra ekki um þessi markmið? (http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2643)
Hæstvirtur ráðherra og dýralæknir hefur samið þegjandi og hljóðalaust við dýralækna um laun sem eru tugum prósenta hærri en hann vill bjóða ljósmæðrum, hann virðist gera sér vel grein fyrir hvað fæðingaþjónusta fyrir hesta og svín eru mikilvæg og það er gott að það sé svigrúm í þjóðarbúinu til að hlúa að heilbrigðisþjónustu dýra.
Hæstvirtur ráðherra hefur sagt að það sé ekki svigrúm núna til að leiðrétta laun ljósmæðra, veit hann ekki að tími óvirðingar við ljósmæður og konur þessa lands er liðinn.
Lokað og læst á ljósmæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2008 | 23:05
Börn eða Bacon
Eðlileg starfsemi á fæðingadeild Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Friðrik Matthíasson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar